Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2019

Vesturheimur kallar

Mynd
Ögmundur og Guðrún  Þetta alvörugefna fólk á myndinni hét Ögmundur Ögmundsson og Guðrún Ingimundardóttir. Lengst af ævi sinni bjuggu þau á Öxnalæk í Ölfusi. Þau voru bæði ættuð úr Grafningi, hann frá Bíldsfelli en hún  frá Króki. Þessi hjón voru langafi og langamma. Síðustu árin bjuggu þau hjá Guðrúnu ömmu í Sogni. Ögmundur varð 85 ára og blindur síðustu æviárin. Jón, Jón og Jón í Vesturheimi Á hinni myndinni eru 3 kynslóðir af Jónum. Elstur er Jón Ögmundsson, bróðir Ögmundar. Hann tók við föðurarfleifð þeirra bræðra að Bíldsfelli. Hann giftist systur Guðrúnar sem hét Þjóðbjörg og eignuðust þau 10 börn en aðeins 7 lifðu.  Þjóðbjörg lést 47 ára árið 1886, eftir það undi Jón ekki á Íslandi og árið 1887 flutti hann sig til Kanada ásamt börnum sínum.  Hann bjó lengst af í Foam Lake í Saskatchewan. Hann tók upp eftirnafnið Bildfell í Kanada og frá honum er kominn stór ættbogi.  Með honum á myndinni er sonur hans Jón J. Bildfell og sonur hans Jón Aðalsteinn Bildfell.  Myndin er árit