Á sjó


Ferjan frá Bella Coola til Port Hardy á Vancouver eyju fer fjórða hvern dag kl. hálf átta að morgni. Og innritun hefst 90 mín fyrir brottför,  svo við vorum öll mætt fyrir kl sex með farangurinn. Ókum svo fyrir húshornið á næsta bílastæði og stilltum okkur upp í röðina. Fórum svo og borðuðum morgunmat. 
Ferjan var ekki full svo það var látið úr höfn 10 mínútum of snemma.
Bella Coola stendur við enda fjarðarins sem er um 100 km langur. Meðfram honum ganga allskonar eyjar þverhníptar í sjó fram. Allar skógi vaxnar frá sjó og upp í efstu brúnir. Þarna er verndarsvæði svo náttúra og dýralíf fær að vera í friði á þessu svæði. Upphaflega vegna þess þarna er ekkert undirlendi og ófært til að stunda skógarhögg. Þó eru þarna eitthvað um skipulagðar ferðir til veiða fyrir ríka hetjutúrista. Eins er víst eitthvað um þyrluskíðamennsku á veturna.
Ferjan er hið ágætasta skip, gaf aðeins á  þegar komið var út úr firðinum þangað til við komumst í skjól við eyjarnar norður af Vancouver eyju. Alls tók sjóferðin rúma 10  tíma.  Svo það var lítið annað að gera en að koma sér á hótel, finna sér matsölustað og koma sér í bælið.


Ummæli