Yfir flekaskilin

Mt. Robson er eitt hæsta fjallið á svæðinu
Í dag fórum við gegnum Yellowhead skarðið og yfir til Bresku-kólumbíu. Þar með erum við komin á Kyrrahafsflekann. Klukkan er líka klukkutíma á undan svo við græddum tíma. Stoppuðum fyrst við fylkjamörkin og síðan á ýmsum áhugaverðum stöðum, aðallega til að hreyfa okkur því við fórum yfir 600 km leið.
Á útsýnisstaðnum við Mt Robson fengum við okkur hádegismat og nutum útsýnisins. Endum í því sem heitir Cariboo hérað. Það byggðist upp eftir gullæði sem gekk yfir 1860 - 1863. Bæirnir heita nöfnum eins og 100 mile house eða  108 mile house, byggir á því að þegar fólk var á leið á gullsvæðin risu upp gistihús með vissu millibili.  Þá var gott að hafa númer til að vita hversu langt viðkomandi var kominn.
Við gistum á Sprucehill ranch á 108 mile house hjá herra Chang sem rekur hér ferðaþjónustu með kínversku lagi.



Ummæli