Færslur

Haldið heim

Mynd
Kings Corner Guest House Við fundum út að auðveldast væri að fara með lestinni á flugvöllinn og geyma töskurnar þar. Flugið var kl. sjö um kvöldið svo deginum var eytt í smá dól um borgina,  fórum niður að sjó og fylgdumst með umferðinni um höfnina. Þar er heilmikil sjóflugvélaumferð, bæði styttri útsýnisflug og áætlunarflug. Helst þá á ýmsa staði á Vancouver eyju.  Meðfram sjónum er líka gangvegur þar sem sett hafa verið upp söguskilti sem segja frá ýmsum atburðum í sögu svæðisins.  Það er svo ótrúlega stutt síðan uppbygging hófst á þessu svæði. Vancouver varð ekki til sem borg fyrr en með lagningu járnbrautarinnar uppúr 1880. Eftir það var farið að kanna landið norður með ströndinni og landnemar að flytja á svæðið. Það var skrítið að lesa um erfið verkefni landnemanna og horfa svo upp eftir himinháum glerturnum sem nú standa á svæðinu. Héldum tímanlega á flugvöllinn,  komumst heilar heim og svo verður fljótlega allt eins og við höfum aldrei farið neitt. Þetta er bú

Latir túristar í Vancouver

Mynd
Vöknuðum að sjálfsögðu fyrir allar aldir en það var ósköp gott að þurfa ekki að rjúka strax á lappir. Könnuðum almenningssamgöngur til miðbæjarins og vorum komnar af stað um níu leitið. Tókum strætó 25 á King Edward lestarstöðina og þaðan Canada Line í miðbæinn.  Neðanjarðarlest í Vancouver er bara 2 línur en það eru strætisvagnar út um allt.  Í Vancouver býr einna flest fólk af asískum uppruna af kanadískum borgum. Þar er stærsta kínahverfið í Kanada og við héldum þangað og skoðuðum kínverskan garð í stórborginni. Það var notalegt að koma í kyrlátt umhverfi garðsins. Um það bil sem borgin var að byggjast upp tók kínverska samfélagið eina blokk í miðju hverfinu til að gera garðinn í hefðbundnum stíl. Vesturheimskar borgir eru flestar skipulagðar með því sniði að út frá einhverjum punkti eru göturnar númeraðar, avenue þvers og street langs.  Út frá miðpunktinum eru göturnar merktar E fyrir east (austur), N fyrir norður o.sv.frv. Þegar maður er farinn að skilja þetta er auðvelt

Vancouver - ferðahópurinn kvaddur

Mynd
Tókum ferjuna yfir til Vancouver klukkan níu frá ferjuhöfn norðan við Viktoria. Þetta er mjög fjölfarin leið svo allt gengur hratt og fumlaust fyrir sig. Ferðin tók einn og hálfan tíma og siglt er milli hólma og eyja yfir sundið til fastalandsins. Þarna er auðsjáanlega mjög aðdjúpt því þessi stóra ferja sigldi um mjóa ála milli eyjanna og á stundum var eins og maður gæti snert trén í landi. Í Richmond, sunnan við Vancouver kvöddu Malcholm og Susan, bresku hjónin í hópnum okkar. Þau voru nokkra daga í Vancouver áður en ferðin hófst en núna ætla þau suður til USA. Við hin fórum í Stanley garðinn í Vancouver og borðuðum saman pylsur og ís. Stanley garðurinn er eitt helsta aðdráttarafl fyrir ferðamenn í Vancouver. Hann er á nesi í miðri borginni, ótrúlega víðáttumikill. Skógurinn hefur að stórum hluta fengið að halda sér en byggt hefur verið upp stígakerfi til gönguferða og hjólreiða. Fljótlega varð ljóst að ferðin var á enda og fólk farið að hugsa um aðra hluti, svo Carl fann stað t

Viktoria höfuðborg Bresku Cólumbíu

Mynd
Rifum okkur upp snemma eins og venjulega og héldum af stað áleiðis til Viktoria, stærstu borgarinnar á eyjunni og höfuðborgar fylkisins. Við stoppuðum á matarmarkaði til að kaupa hádegismat.  Þarna svífur gamall hippa andi yfir, hægt að fá alls konar batik klæðnað og lífrænt gos í glerflöskum. Allir þekkja þennan stað því hann er með torfþaki og þar búa 3 geitur. Svo er búið að útbúa alls kyns varning með geitum sem er til sölu. Snilldar markaðssetning. Í Viktoria fundum við höfnina niðri við sjóinn. Þar er flugstöð því haldið er uppi flugsamgöngum með vatnafluvélum. Þarna er líka boðið uppá hvalaskoðun á rib-bátum, þ.e. gúmmíbát með utanborðsmótor, sem geysast langar leiðir til að sjá hvali í fjarska.  Þetta var skemmtun innifalin í ferðinni svo ekki fór ég skorast undan. Enn á ný voru allir dubbaðir upp í rauða flotgalla og settir um borð í bátinn.  Höfnin í Viktoria er mjög þröng og ýmis farartæki á ferð fram og aftur, alls konar bátar stórir og smáir og svo  flugv

Tofino - strandbær á sterum

Mynd
Á eyjunum kringum Tofino býr þónokkur fjöldi af svartbjörnum. Núna eru birnurnar með litla húna og nærast helst á alls konar sjávarfangi á ströndinni.  Því er kjörið að skoða dýrin frá sjó af bát. Svo við vorum mætt galvösk í slíka ferð,   vorum dubbuð upp í rauða flotgalla og spænt með okkur á gúmmíbát milli eyja utan við Tofino. Við erum dálítið góð í þessu með birnina. Komum auga á birni á mörgum eyjum. Báturinn lónaði fyrir utan svo auðvelt var að fylgjast með fullorðnu dýrunum velta við stærðar steinum og éta skeldýr og krabba. Fullorðnu birnirnir létu sér fátt um finnast þó rauðklæddir túristar létu myndavélarnar ganga en húnarnir voru fljótir að láta sig hverfa í trjáþykknið fyrir ofan bakkann. Fengum smá hádegispásu en síðan var farið í bátsferð í litla eyju þar sem við fengum okkur göngu í skóginum.  Þarna komu innfæddir í veg fyrir skógarhögg með heilmikilli baráttu fyrir nokkrum árum.  Síðan hafa þeir byggt upp göngustíg um eyjuna og hún er orðin vinsæll áfangastaður

Vancouver eyja

Mynd
Morguninn var fallegur í Port Hardy þegar við vorum mætt með töskurnar kl. hálf átta.  Ókum í hálftíma á alvöru morguverðarstað. Draumur bretanna um alvöru eldaðan morgunmat rættist. Þarna var hægt að fá egg, beikon, pylsur og allt hitt í afbrigðum eftir sérvisku hvers og eins.  Þetta var alveg ágætt, dugði ágætlega fram eftir degi.  Áfram var haldið suður eftir eyjunni, þar til um miðbikið að haldið var í vestur í átt að Kyrrahafinu. Vancouver eyja er um 30.000 ferkílómetrar. Eyjan er mun lengri en hún er á breidd.  Um miðbikið og meðfram vesturströndinni eru fjallgarðar, þar sem hæstu tindar eru hátt í 2000 m. Hraðbrautin liggur niður austurströndina til stærstu borgarinnar Viktoria. Við beygðum hins vegar til vesturs í átt til strandar. Á leiðinni stoppuðum við um stund þar sem varveittur hefur verið upprunalegur risafurulundur með ævafornum trjám, kallað Cathedral grove. Það er mögnuð upplifun að ganga milli þessara risa. Þó þarna hafi verið fjöldi fólks þá nær þögn skógari

Á sjó

Mynd
Ferjan frá Bella Coola til Port Hardy á Vancouver eyju fer fjórða hvern dag kl. hálf átta að morgni. Og innritun hefst 90 mín fyrir brottför,  svo við vorum öll mætt fyrir kl sex með farangurinn. Ókum svo fyrir húshornið á næsta bílastæði og stilltum okkur upp í röðina. Fórum svo og borðuðum morgunmat.  Ferjan var ekki full svo það var látið úr höfn 10 mínútum of snemma. Bella Coola stendur við enda fjarðarins sem er um 100 km langur. Meðfram honum ganga allskonar eyjar þverhníptar í sjó fram. Allar skógi vaxnar frá sjó og upp í efstu brúnir. Þarna er verndarsvæði svo náttúra og dýralíf fær að vera í friði á þessu svæði. Upphaflega vegna þess þarna er ekkert undirlendi og ófært til að stunda skógarhögg. Þó eru þarna eitthvað um skipulagðar ferðir til veiða fyrir ríka hetjutúrista. Eins er víst eitthvað um þyrluskíðamennsku á veturna. Ferjan er hið ágætasta skip, gaf aðeins á  þegar komið var út úr firðinum þangað til við komumst í skjól við eyjarnar norður af Vancouver eyju. A